Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Pistlar

Hrafn og Tómas með 1.591 tonn af frosnum afurðum
Gísli Reynisson
Gísli Reynisson skrifar
miðvikudaginn 29. október 2025 kl. 10:12

Hrafn og Tómas með 1.591 tonn af frosnum afurðum

Veturinn er kominn og kuldinn hefur þó látið á sér kræla, en sjómenn láta hann trufla sig. Nokkrir handfærabátar fara ennþá til veiða. Þeir eru ekki margir: sex bátar frá Sandgerði, Hawkerinn GK, Dímon GK, Dóra Sæm HF, Ósk KE, Sigurvon ÍS og Séra Árni GK og síðan tveir frá Grindavík, Sigurvon ÁR og Stakkur GK.

Það hefur gengið nokkuð vel hjá netabátunum. Enn sem komið er eru einungis bátar sem veiða fyrir Hólmgrím að landa afla. Þá er Erling KE kominn úr slipp. Friðrik Sigurðssyni ÁR hefur gengið vel á veiðum við Suðurströndina og er kominn með 160 tonn í átta róðrum. Hinir netabátarnir hafa allir landað í Keflavík og nemur aflinn hjá þeim samtals 164 tonnum. Það þýðir að vinnslan hjá Hólmgrími hefur tekið á móti hátt í 320 tonnum núna í október, sem telst ansi gott.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Af öðrum bátum má nefna að Halldór Afi KE er með 43 tonn í 18 róðrum og mest 7,2 tonn í einni löndun. Emma Rós KE er með 42,9 tonn í 16 róðrum og mest 8,5 tonn. Addi Afi GK er með 38 tonn í 19 róðrum og mest 6 tonn, og Svala Dís KE er með 28 tonn í 16 róðrum og mest 4,5 tonn.

Ef litið er til togaranna þá er Sóley Sigurjóns GK hætt á rækjuveiðum en er enn fyrir norðan á veiðum og hefur verið að landa á Siglufirði og Dalvík. Togarinn hefur landað 392 tonnum í þremur löndunum og mest fullfermi, eða 150 tonnum, sem hann kom með til Dalvíkur eftir aðeins fjóra daga á veiðum, sem gerir 37,5 tonn á dag. Hinn Nesfiskstogarinn hefur landað 247 tonnum í fjórum löndunum og hefur verið að landa bæði í Hafnarfirði og á Siglufirði.

Í Grindavík kom Hrafn Sveinbjarnarson GK með 715 tonn í land; uppistaðan í þeim afla var þorskur, 316 tonn, ýsa 168 tonn og ufsi um 140 tonn. Tómas Þorvaldsson GK kom einnig til Grindavíkur með frystan afla, alls 876 tonn, þar af 333 tonn af þorski, 134 tonn af ýsu, 127 tonn af ufsa og 105 tonn af grálúðu. Báðir togararnir voru með blandaðan afla og báðir með gulllax, samtals um 160 tonn, þar af var Tómas Þorvaldsson GK með 100 tonn af gulllaxi.

Hulda Björnsdóttir GK hefur sömuleiðis komið til Grindavíkur og hefur landað þar 230 tonnum í tveimur löndunum. Vörður ÞH, sem Gjögur gerir út, hefur verið að landa á Neskaupstað og er kominn með 373 tonn í átta löndunum.

Dubliner
Dubliner