BVT
BVT

Íþróttir

U-17 lið Keflavíkur tekur þátt í alþjóðlegu stórmóti í Króatíu
Keflvískir hópurinn í flugstöðinni, leikmenn, þjálfarar og fararstjórar.
Laugardagur 25. október 2025 kl. 11:24

U-17 lið Keflavíkur tekur þátt í alþjóðlegu stórmóti í Króatíu

U-17 lið Keflavíkur, skipað leikmönnum fæddum árið 2009 og síðar, mun á næstunni keppa á Olea Cup í Króatíu – alþjóðlegu móti þar sem átta af fremstu unglingaakademíum Evrópu koma saman.

Keflvíkingar mæta í sterkan riðil ásamt stórliðum á borð við Dinamo Zagreb, Ferencváros Budapest og króatísku meisturunum HNK Rijeka. Mótið hefur vakið mikla athygli fyrir gæði þátttakenda og vandað skipulag, en meðal fyrri sigurvegara eru Dinamo Zagreb, Red Bull Salzburg, Rapid Wien og Rauða Stjarnan frá Belgrad.

Þátttaka í alþjóðlegum mótum af þessu tagi er hluti af langtímastefnu Keflavíkur í uppbyggingu unglingastarfsins. Félagið leggur áherslu á að veita sínum efnilegustu leikmönnum tækifæri til að mæta öflugum mótherjum erlendis og öðlast dýrmæta reynslu – bæði sem knattspyrnumenn og einstaklingar.

„Að taka þátt í svona móti er stórt skref fyrir yngri flokkana. Við viljum að strákarnir upplifi hvernig fótbolti á hæsta stigi lítur út og að þeir séu betur undirbúnir fyrir framtíðina,“ segir í tilkynningu frá Keflavík.

Dubliner
Dubliner