Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Breyta deiliskipulagi við Grófina og Bergið
Breytt deiliskipulag við Grófina og Bergið í Keflavík hefur verið samþykkt.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 25. október 2025 kl. 04:59

Breyta deiliskipulagi við Grófina og Bergið

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Grófina og Bergið í Keflavík með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Tillagan var lögð fram af JeES arkitektum fyrir hönd RI Grófarinnar ehf.

Breytingin nær til lóða B og C á skipulagssvæðinu. Heildarstærð svæðisins helst óbreytt, en stærðir lóða breytast innbyrðis og gerðar eru ýmsar lagfæringar á byggingarreitum og hæðum. Byggingareitir á lóð B verða færðir lítillega og aðlagaðir að fyrirhuguðum mannvirkjum. Þá breytast hámarkshæðir fjögurra nýbygginga örlítið og heimilt verður að setja utanáliggjandi svalaganga, sem áður var ekki leyfilegt. Einnig verður heimilt að hafa svalir allt að 1,6 metra út fyrir byggingareit.

Dreifistöð rafmagns verður færð og fjöldi bílastæða minnkar úr 94 í 82. Þá verður athafnasvæði hafnar í vesturenda svæðisins minnkað úr 15 metrum í 7 metra og breytingin unnin í samráði við atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar.

Hámarksbyggingarmagn ofanjarðar á lóð B hækkar úr 8.000 fermetrum í 9.520 fermetra og nýtingarhlutfall hækkar. Heimilt verður einnig að gera bílakjallara allt að 4.400 fermetra með innkeyrslu frá hliðarvegi innan lóðarinnar.

Dubliner
Dubliner