SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

128 íbúðir í fimm fjölbýlishúsum á gamla BYKO-reitnum
Mánudagur 20. október 2025 kl. 09:37

128 íbúðir í fimm fjölbýlishúsum á gamla BYKO-reitnum

Nýtt deiliskipulag við Víkurbraut 10 og 14 í Reykjanesbæ.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Víkurbraut 10 og 14 til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Tillagan var auglýst og engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

JeES arkitektar unnu tillöguna fyrir hönd Smáragarðs ehf. og felur hún í sér uppbyggingu nýrrar húsaþyrpingar sem samanstendur af fimm fjölbýlishúsum, þremur til sex hæða, með bílageymslu undir sameiginlegum inngarði. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu verður um 128 íbúðir af fjölbreyttum stærðum, frá 60 til 120 fermetrum, sem ætlaðar eru bæði einstaklingum og fjölskyldum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Meginhluti bílastæða verður í bílageymslu neðanjarðar, en gestastæði verða ofanjarðar. Gert er ráð fyrir 1,5 bílastæði á hverja íbúð, í samræmi við viðmið Reykjanesbæjar.