SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Bjartsýn á að mæta í kennslustofuna haustið 2026
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 20. október 2025 kl. 10:02

Bjartsýn á að mæta í kennslustofuna haustið 2026

Ásrún Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og kennari segist bjartsýn á að hún verði mætt í skólastofuna haustið 2026. „Við í bæjarstjórn Grindavíkur höfum gefið út að við stefnum á að skóla- og leikskólahald hefjist næsta haust. Við stefnum sömuleiðis á dagvistun barna næsta sumar en við getum ekki ein tekið ákvörðun um þessi mál, þetta er samspil með ríkisvaldinu en mér finnst vera góð stemning á þeim fundum sem ég hef setið með ríkisvaldinu og Grindavíkurnefndinni. Ég er bjartsýn á að ég snúi til baka í Grunnskóla Grindavíkur næsta haust og haldi áfram kennslunni en ég hef kennt við skólann í rúm tuttugu ár,“ sagði Ásrún 

Ásrún segir mikið í gangi í Grindavík í dag og það sé mjög ánægjulegt. „Ríkisstjórnin veitti meira fjármagni í sprunguviðgerðir og þær ganga vel, fjölmargar götur sem hægt er að keyra á enda og ég vil trúa að nú sé þetta allt upp á við hjá okkur. Það er ekki búið að taka ákvörðun um niðurrif húsanna sem eru ónýt, það eru margir aðilar sem koma að þeirri ákvörðun og ég á von á að framkvæmdir hefjist á næstunni.“

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25