Neikvæð umsögn vegna fiskvinnslu við Kothúsaveg 16
Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hefur fjallað um umsókn um starfsleyfi fyrir fiskvinnslu við Kothúsaveg 16, þar sem m.a. er starfrækt reykhús.
Ráðið tekur fram að töluvert hafi borist af kvörtunum frá íbúum vegna lyktarmengunar frá starfseminni sem þar hefur farið fram. Með hliðsjón af því telur ráðið að starfsemin sé ekki í fullu samræmi við ákvæði skilmála AT6 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar, sem kveða á um hreinlega atvinnustarfsemi á svæðinu.
Af þessum ástæðum veitir ráðið neikvæða umsögn um starfsleyfið, nema umsækjandi geti gert grein fyrir úrbótum á starfseminni og sýnt fram á endurbætur á mengunarvarnarbúnaði.