Fimmtudagur 9. október 2025 kl. 14:53

Elma Rún og Kristjana í Suðurnesjamagasíni

Það eru tvær kraftmiklar konur í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta að þessu sinni. Þær Elma Rún Kristinsdóttir og Kristjana Benediktsdóttir eru viðmælendur okkar og segja frá því sem þær eru að fást við.

Elma Rún Kristinsdóttir hefur lengi látið sig dreyma um að koma að uppsetningu á stóru leikverki í atvinnuleikhúsi á Íslandi og nú hefur sá draumur ræst fyrr en hún þorði að vona. Tækifærið kom í uppsetningu á hinum þekkta söngleik um Línu Langsokk sem var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu nýlega. Suðurnesjamagasín kíkti í Þjóðleikhúsið og ræddi við Elmu Rún.

Kristjana Benediktsdóttir er þrjátíu og eins árs tannlæknir í Keflavík og ætlar að gefa vinnuna sína föstudaginn 10. október til Krabbameinsfélagsins í tilefni af bleikum degi í bleikum október en mánuðurinn er tileinkaður krabbameini. „Þetta félag er mér er mér mjög kært eftir mína reynslu eftir að hafa greinst með krabbamein aðeins 23 ára,“ segir hún. Kristjana er í viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku.

Í þættinum kíkjum við líka á krumma sem var bjargað á Hafnargötunni í Keflavík á dögunum.