Krónan
Krónan

Fréttir

Um 800 manns að störfum í Grindavík í byrjun október
Föstudagur 17. október 2025 kl. 13:47

Um 800 manns að störfum í Grindavík í byrjun október

Samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af atvinnuteymi Grindavíkurbæjar þann 8. október sl. voru um 800 manns að störfum í Grindavík þann dag. Könnunin var framkvæmd til að öðlast betri innsýn í umfang atvinnurekstrar í bænum. Fyrirtæki sem vitað var að væru með starfsemi í Grindavík fengu senda könnun, og í kjölfarið var haft samband símleiðis við þau sem ekki höfðu svarað. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

 

8.10.2025

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
26.6.2025 19.3.2025 19.2.2025 15.1.2025
Ferðaþjónusta og veitingar 357 348 334 342 330
Sjávarútvegur og tengd starfsemi 245 231 229 222 246
Eldi á fiski o.fl. (lagareldi) 36 38 33 33 28
Iðnaður og þjónusta 138 135 129 126 130
Opinber starfsemi 22 21 24 24 26
Alls 798 773 749 747 760
           
Breyting frá fyrri mánuði 25 24 2 -13  
Hlutfallsbr. frá fyrri mánuði 3,28% 3,2% 0,3% -1,7%  
Uppsöfnuð breyting frá 15.01.2025 5,0%        

Eingöngu fyrirtæki með starfsemi í Grindavík

Könnunin náði eingöngu til þeirra starfsmanna sem mæta til vinnu í Grindavík, en ekki þeirra sem vinna fyrir grindvísk fyrirtæki utan sveitarfélagsins. Einnig eru starfsmenn fyrirtækja með skráð aðsetur utan Grindavíkur ekki taldir með, svo sem verktakar sem vinna við varnargarða eða utanaðkomandi þjónusta fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.