Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Leki á stofnlögn hitaveitu við Njarðarbraut á Fitjum
Fimmtudagur 16. október 2025 kl. 19:09

Leki á stofnlögn hitaveitu við Njarðarbraut á Fitjum

HS Veitur vinna nú að undirbúningi viðgerðar á leka sem kominn er upp á stofnlögn hitaveitu við Njarðarbraut á Fitjum í Njarðvík.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hefur lekinn ekki áhrif á afhendingu heits vatns eins og er, en viðgerð mun fara fram á næstunni og gæti hún haft tímabundin áhrif á afhendingu þegar þar að kemur.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

HS Veitur biðja gangandi vegfarendur að sýna sérstaka aðgát á svæðinu á meðan unnið er að málinu.

Fyrirtækið mun upplýsa sérstaklega þá sem verða fyrir áhrifum af viðgerðinni þegar hún hefst.