LED skilti Atlantsolíu við Hólagötu fer í grenndarkynningu
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fjallaði á síðasta fundi sínum um umsókn Atlantsolíu um að reisa stórt LED skilti á lóð bensínstöðvarinnar við Hólagötu 20. Skiltið hefur reyndar verið sett upp fyrir löngu og ljósmagn þess hefur angrað íbúa í nágrenni þess.
Samkvæmt umsókninni er um að ræða 11 fermetra rafrænt skilti, teiknað af Teiknistofunni Tröð og dagsett 26. september 2025. Ráðið óskaði eftir nánari upplýsingum um birtustig og aðra tæknilega þætti áður en endanleg afgreiðsla fer fram.
Á fundinum var samþykkt að senda málið í grenndarkynningu í samræmi við 44. grein skipulagslaga.