Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Daggæsla og skólahald hefjist í Grindavík vorið og haustið 2026
Þriðjudagur 14. október 2025 kl. 05:16

Daggæsla og skólahald hefjist í Grindavík vorið og haustið 2026

Sjálfstæðismenn í Grindavík vilja að stefnt sé að daggæsla verði hafin að nýju vorið 2026 og skólahaldi um haustið. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur ályktaði um málið á aðalfundi í gærkvöldi.

„Ályktunin er sett fram þar sem að ákalli Grindvíkinga um stefnu í skólamálum þarf að svara. Málaflokkurinn er í dag á valdi Grindavíkurnefndarinnar en samkvæmt lögunum starfar framkvæmdanefndin tímabundið en lögin falla úr gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2026.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Því telur sjálfstæðisfélag Grindavíkur ekki óvarlega farið að stefna að daggæslu í Grindavík næsta vor og að skólahald hefjist haustið 2026 að því gefnu að atburðir taki ekki óvænta stefnu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.