Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 23. september 2025 kl. 10:04

Járngerður - 2. upplýsingafundur 22. sept. 2025

Annar upplýsingarfundur á vegum Járngerðar, hagsmunafélags Grindavíkur fór fram 22. september. Umræðan var fróðleg en markmiðið er að fundirnir séu upplýsandi fyrir Grindavíka. Hér má sjá upptöku frá honum en fundirnir fara fram á rafrænan hátt, á Teams.

Á honum kom m.a. fram að áhættumat í Grindavík þarf að breytast, körfuboltalið Grindavíkur eru að stefna að því að leika heimaleiki í íþróttahúsi Grindavíkur og nýr samningur við Þórkötlu gildir til mars 2026. Upplýsingar um styrki til fyrirtækja komu fram, vangaveltur um opnunar matvöruverslunar og fleira. Grindavíkurnefndin er að ljúka við að gera heimasíðu sem verður með fjölbreyttar upplýsingar.