Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 30. september 2025 kl. 10:36

Járngerður - 3. upplýsingafundur 29 sept. 2025

Þriðji upplýsingarfundur á vegum Járngerðar, hagsmunafélags Grindavíkur fór fram 29. september. Umræðan var fróðleg en markmiðið er að fundirnir séu upplýsandi fyrir Grindavíka. Hér má sjá upptöku frá honum en fundirnir fara fram á rafrænan hátt, á Teams.

Viðbragð við nýju eldgosi var til umræðu bæði almennt og eins varðandi höfnina.

Fram kom í máli hafnarstjóra að magn aflaðs afla í Grindavík er kominn í 80% af því sem var árið 2023.

Á annað hundrað viðburðir hafa verið auglýstir í Grindavík á árinu. Fjörugur föstudagur verður haldinn 28. nóv. Hugmynd kom um að hóa saman öllu starfsfólki í sjávarútvegi í Grindavík og taka mynd af því og nota mynd til að auglýsa fjörugan föstudag.

Fyrsti heimaleikur Grindvíkinga í efstu deild körfuboltans er í lok vikunnar. Golfsumarið gekk vel hjá Golfklúbbi Grindavíkur, mikil aukning í aðsókn og fáir kylfingar hræddir við að koma.

Dagmar gisihúsaeigandi fór yfir stöðuna vegna breytingar á hættumati. Hún segir ekki mikið af afbókunum vegna hættu á eldgosi, frekar út af falli Play. Hún er bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir allt. Dagmar var í viðtali í Víkurfréttum í síðustu viku.

Umræða var um skólaakstur frá Grindavík til Reykjanesbæjar.

200 íbúðir í Grindavík ekki á vegum Þórkötlu sem fólk getur flutt í.

Ýmislegt fleira rætt.