Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Nemendur Akurskóla gróðursettu 400 tré í afmælislundi Reykjanesbæjar
Myndir: Reykjanesbær
Fimmtudagur 16. október 2025 kl. 09:58

Nemendur Akurskóla gróðursettu 400 tré í afmælislundi Reykjanesbæjar

Nemendur Akurskóla tóku höndum saman og gróðursettu 400 tré við Kamb í Innri-Njarðvík í vikunni. Plönturnar komu úr Yrkju-sjóði æskunnar sem styður árlega við trjáplöntun grunnskólabarna um land allt.

Með verkefninu kynnast nemendur mikilvægi skógræktar og leggja sitt af mörkum til að gera bæinn grænni. Gróðursetningin fór fram í afmælislundi Reykjanesbæjar og verður ánægjulegt fyrir börnin og bæjarbúa að fylgjast með trjánum vaxa og mynda skjól á komandi árum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar tók þátt í verkefninu ásamt Sigríði Maríu úr garðyrkjudeild og Kristjáni frá Skógræktinni. Þau aðstoðuðu nemendur við gróðursetninguna og fræddu þau um verkfærin, jarðveginn og hvernig best er að velja stað fyrir tré.