Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Njarðvík vann og er á toppi Bónusdeildar kvenna með Grindavík
Brittany Dinkins var nálægt þrefaldri tvennu í kvöld.
Miðvikudagur 15. október 2025 kl. 22:13

Njarðvík vann og er á toppi Bónusdeildar kvenna með Grindavík

Njarðvík vann Tindastól örugglega í kvöld á heimavelli sínum í Icemar-höllinni, 92-70, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 45-33. 
Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur, var aðeins einu frákasti frá þrefaldri tvennu (21 stig, 9 fráköst og 16 stoðsendingar).
Eftir þriðju umferðina eru Njarðvík og Grindavík efst með 6 stig, Keflavík er í 3-6. sæti með 4 stig.
Njarðvík-Tindastóll 92-70 (22-15, 23-18, 24-22, 23-15)


Njarðvík: Brittany Dinkins 21/9 fráköst/16 stoðsendingar, Paulina Hersler 18/7 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Helena Rafnsdóttir 13, Hulda María Agnarsdóttir 7, Sara Björk Logadóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 5/5 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Kristín Björk Guðjónsdóttir 2, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Helga Jara Bjarnadóttir 0, Yasmin Petra Younesdóttir 0.
Tindastóll: Madison Anne Sutton 26/21 fráköst/6 stoðsendingar, Marta Hermida 20/8 stoðsendingar/8 stolnir, Emma Katrín Helgadóttir 7, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 6, Oceane Kounkou 6, Eva Run Dagsdottir 3, Brynja Líf Júlíusdóttir 2, Inga Sólveig Sigurðardóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson, Einar Valur Gunnarsson
Áhorfendur: 370

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25