Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Njarðvík án sigurs í Bónusdeild karla
Veigar Páll Alexandersson skilaði sínu í kvöld, skoraði 30, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 12. október 2025 kl. 00:22

Njarðvík án sigurs í Bónusdeild karla

Njarðvíkingar byrja keppnistímabilið ekki vel í Bónusdeild karla en í kvöld töpuðu þeir fyrir ÍR á heimavelli sínum í Icemar-höllinni eftir framlengdan leik, 100-102. Staðan í hálfleik var 44-46 og staðan að loknum venjulegum leiktíma, 92-92. 
Njarðvík sem tapaði fyrir Grindavík í Grindavík í opnunarleik sínum því taplausir á botni Bónusdeildarinnar.
Njarðvík-ÍR 100-102 (20-20, 24-26, 23-28, 25-18, 8-10)

Njarðvík: Veigar Páll Alexandersson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dwayne Lautier-Ogunleye 30/6 stoðsendingar, Brandon Averette 17/5 fráköst, Dominykas Milka 8/9 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso 5, Isaiah Coddon 5, Mario Matasovic 3/11 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0.


ÍR: Jacob Falko 29/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dimitrios Klonaras 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Tsotne Tsartsidze 14, Hákon Örn Hjálmarsson 12/5 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 9/4 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson 9, Zarko Jukic 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Aron Orri Hilmarsson 3, Rafn Kristján Kristjánsson 2/4 fráköst, Hannes Gunnlaugsson 0, Bjarni Jóhann Halldórsson 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Dómarar: Jóhannes Kristbjörnsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Dominik Zielinski

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025