Krónan
Krónan

Fréttir

Kalla eftir gagnsæju samráði
Laugardagur 11. október 2025 kl. 07:57

Kalla eftir gagnsæju samráði

um brottfararstöð og móttökumiðstöð á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum krefst þess að ríkið hefji tafarlaust gagnsætt samráð við sveitarfélög á Suðurnesjum áður en lengra er haldið með áform um brottfararstöð og flutning móttökumiðstöðvar umsækjenda um alþjóðlega vernd á svæðið.

Áformin kynnt án staðsetningar og áhrifamats

Dómsmálaráðuneytið birti í júlí 2025 drög í samráðsgátt um lagasetningu um brottfararstöð og flutning móttökumiðstöðvar frá Reykjavík til Suðurnesja. Enn liggur hvorki fyrir nákvæm staðsetning né útfærsla og ekkert heildarmat á áhrifum á sveitarfélög og byggðarlög á svæðinu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Lagalegar skyldur gagnvart börnum óútfærðar

S.S.S. telur verklagið óásættanlegt og ítrekar að óljóst sé hvernig stjórnvöld hyggist uppfylla lagalegar skyldur gagnvart börnum – m.a. um skólaskyldu – verði þau vistuð í brottfarar- eða móttökumiðstöð á Suðurnesjum.

Krefjast formlegs samtals

Aðalfundurinn leggur áherslu á að áformin feli í sér umfangsmiklar breytingar fyrir svæðið og krefst formlegs samráðs við sveitarfélögin áður en ákvörðunum verður hrint í framkvæmd.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025