Brons
Brons

Fréttir

Grunur um að grænmeti til manneldis sé flutt inn sem svínafóður
Íbúi í Reykjanesbæ gerði fyrirspurn um tollamál á íbúafundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingmönnunum Víði Reynissyni og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmönnum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. VF/hilmarbragi
Föstudagur 10. október 2025 kl. 16:19

Grunur um að grænmeti til manneldis sé flutt inn sem svínafóður

Kallað eftir rannsókn á meintum tollasvindli með grænmeti

Grunur hefur vaknað um að grænmeti sé flutt til Íslands og tollafgreitt sem svínafóður til að komast hjá hærri tollum. Með því sé grænmeti til manneldis flutt inn undir fölsku yfirskini og selt hér á landi með lægri kostnaði.

Málið kom upp á íbúafundi með forsætisráðherra og þingmönnum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Reykjanesbæ í vikunni.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Svona svínarí þarf að skoða“

Sigurður Þorleifsson, íbúi í Reykjanesbæ, vakti máls á þessu á fundinum og lýsti undrun sinni yfir ástandi grænmetis í verslunum.

„Það er ótrúlegt að sjá hvernig þeir komast upp með þetta. Ef maður kaupir epli þá er maður heppinn ef maður þarf ekki að henda helmingnum,“ sagði Sigurður.

Hann sagði að grænmeti og ávextir væru oft í svo lélegum gæðum að það virtist eins og varan kæmi hingað eftir að hafa verið hent á erlendum mörkuðum.

„Svona er þetta allt af því þeir fá þetta gefins eftir að markaðirnir loka úti. Þetta er geymt í gámi og svo kemur þetta hingað. Banani heldur sér varla í tvo daga áður en hann verður svartur og ónýtur. Mér finnst komið aftan að okkur og það eigi að skoða svona svínarí,“ sagði hann.

Þingmaður kallar eftir svörum

Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sagðist hafa tekið málið upp við atvinnuvegaráðuneytið fyrr á árinu.

„Ég tók þetta upp í vor og spurði aðstoðarmenn atvinnuvegaráðherra út í þetta. Þeir urðu alveg jafn hissa og ég þegar þeir heyrðu þetta,“ sagði Víðir.

„Fyrir ykkur sem ekki hafið heyrt af þessu þá er grunur um að grænmeti sé flutt til Íslands og tollafgreitt sem svínafóður, sem ber miklu lægri toll. Þannig er í raun svindlað á kerfinu. Ég þarf að ýta aftur á ráðuneytið með þetta mál,“ bætti hann við og sagði mikilvægt að málið yrði skoðað af yfirvöldum.

Frá íbúafundinum. Sigurður Þorleifsson fyrir miðri mynd.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025