Krónan
Krónan

Fréttir

Andlát: Steinar Sigtryggsson
Fimmtudagur 9. október 2025 kl. 13:56

Andlát: Steinar Sigtryggsson

Steinar Sigtryggsson, umboðmaður Olís á Suðurnesjum lést 1. október á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Steinar var fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Hann byrjaði að vinna í fiski fyrir fermingu og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Birnu Martínsdóttur þegar þau unnu bæði í fiskverkuninni Litlu milljón í Keflavík. Birna lést fyrir tveimur mánuðum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Steinar fékk svo vinnu ungur að árum í Slippnum við að mála síldarbátana fyrir komandi vertíð, fór svo á sjóinn á síldarárunum. Steinar vann í framhaldi af sjómennskunni um tíma í hlaðdeildinni hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli áður en hann var ráðinn til að sjá um innheimtu hjá BP (forvera Olís). Steinar gerist umboðsmaður Olís árið 1975 og starfaði til ársins 2022, í tæp fimmtíu ár og var jafnan kallaður „Olíukóngurinn“ meðal góðra vina sinna.

Steinar var duglegur í félagsmálum í Keflavík og skipti sér af pólitík og íþróttum. Hann var varaformaður Ungmennafélags Keflavíkur á áttunda áratugnum og þá sat hann um tíma í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja en Steinar var duglegur kylfingur eftir að hann kynntist golfíþróttinni. Steinar var líka félagi í Oddfellowstúkunni Nirði í Keflavík og stundaði stúkustarfið af áhuga.

Steinar var í áhugaverðu viðtali í Víkurfréttum 2022 þegar hann var að ljúka störfum rúmlega sjötugur.

Útför Steinars verður frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 16. október kl. 13:00.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025