Krónan
Krónan

Viðskipti

Kynntu sér starfsemi Íslandshúsa
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 9. október 2025 kl. 06:37

Kynntu sér starfsemi Íslandshúsa

Starfsmenn SAMGUS, samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga sótti Suðurnesin heim nýlega. Þeir komu við í húsakynnum Íslandshúsa sem kynntu þeim framleiðslu sína en Íslandshús hefur selt mikið af sínum vörum til stofnana og sveitarfélaga.

„Það er okkur mikil ánægja þegar fyrirtæki og sveitarfélög vilja koma í heimsókn til okkar. Við fengum að kynna þeim fyrir vörum okkar og þjónustu. Áttum gott spjall um framtíðarvörur og hvað þeim vantar í sínum störfum,“ sagði Óskar Húnfjörð, eigandi Íslandshúsa en fyrirtækið stækkaði nýlega við húsakost sinn á Ásbrúen þar fór kynningin fram.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Hér að neðan má sjá myndir úr heimsókninni.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025