Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Gamla búð auglýst til leigu fyrir spennandi verkefni
Föstudagur 10. október 2025 kl. 14:19

Gamla búð auglýst til leigu fyrir spennandi verkefni

Reykjanesbær leitar að áhugasömum aðilum til að taka á leigu Gömlu búð, eitt glæsilegasta uppgerða hús bæjarins á Keflavíkurtúninu, beint á móti Bryggjuhúsi Duus safnahúsa. Húsið er friðað og hefur lengi verið hluti af menningararfi bæjarins.

Markmið bæjarins er að sjá Gömlu búð blómstra á ný með lifandi starfsemi sem skapar líf, gleði og gildi fyrir samfélagið.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Við viljum sjá húsið fyllast af lífi, hvort sem það verði í formi menningar, lista eða þjónustu sem laðar fólk að og styrkir bæjarlífið í Keflavík,“ segir í auglýsingu Reykjanesbæjar sem birt er í Víkurfréttum vikunnar.

Hugmyndir sem efla samfélagið

Sérstaklega er horft til hugmynda sem tengjast veitinga- eða kaffihúsarekstri, menningarstarfsemi, listviðburðum eða öðrum verkefnum sem efla samfélagið og stuðla að aukinni viðveru og mannlífi á svæðinu.

Gamla búð stendur á sögulegum stað þar sem verslun og sjósókn mótuðu upphaf bæjarins. Húsið hefur verið endurgert af mikilli natni og er eitt best varðveitta söguhús Reykjanesbæjar.

Umsóknir opnar til 1. nóvember

Þeir sem hafa hugmyndir um nýtt hlutverk Gömlu búðar eru hvattir til að senda inn umsókn eða fyrirspurn fyrir 1. nóvember 2025. Umsóknir skulu berast til [email protected]

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025