Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Suðurnes eru líka landsbyggð
Föstudagur 10. október 2025 kl. 08:54

Suðurnes eru líka landsbyggð

Krefjast sambærilegra framlaga

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skorar á ríkið að tryggja Suðurnesjum sambærileg fjárframlög og öðrum landshlutum til að mæta hraðri fólksfjölgun og sértækum áskorunum.

Fólksfjölgun langt umfram landið

ágúst 2025 bjuggu 29.490 íbúar á Suðurnesjum; fjölgun hefur verið 100% frá 1998 og 42,3% á síðustu 15 árum, samanborið við 24,9% landsmeðaltal. Um 27% íbúa hafa erlendan bakgrunn.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Lægstu byggða- og sóknarframlög á mann

Framlög til atvinnu- og byggðaþróunar voru 821 kr. á hvern íbúa á Suðurnesjum á síðasta ári, gegn 1.880 kr. á Vesturlandi og 5.777 kr. á Vestfjörðum. Í Sóknaráætlun voru 3.017 kr. á hvern íbúa á Suðurnesjum, 5.347 kr. á Vesturlandi og allt að 14.231 kr. á Vestfjörðum.

Skortur á úthlutunum og opinberum stöðugildum

Að jafnaði eru færri opinber stöðugildi per íbúa á Suðurnesjum en annars staðar, þrátt fyrir að starfsfólk Isavia teljist til opinberra starfa. Aðeins tvö verkefni á Suðurnesjum fengu Lóu-styrk síðustu þrjú ár; fimm sóttu 2025 en enginn fékk. Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2021–2025 nam 3.873 m.kr., en 151 m.kr. (3,5%) runnu til Suðurnesja; í náttúruvernd/öryggi voru 979 m.kr. úthlutaðar, 18 m.kr. (2%) til Suðurnesja.

Kalla eftir nýrri nálgun

S.S.S. segir núverandi formúlur ekki endurspegla raunveruleika þar sem fjarþjónusta dregur úr þýðingu landfræðilegrar fjarlægðar og að lítil áhersla hafi verið á vaxtarsvæði með fjölmenningu, einhæft atvinnulíf og lágar tekjur. „Suðurnes eru landsbyggð eins og aðrar landsbyggðir,“ segir í ályktuninni.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025