Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Lífkennaupplýsingar teknar við komu og brottför þriðju ríkis borgara
Laugardagur 11. október 2025 kl. 17:26

Lífkennaupplýsingar teknar við komu og brottför þriðju ríkis borgara

Nýtt landamærakerfi tekur gildi á morgun

Frá og með sunnudeginum 12. október hefst notkun á nýju Entry/Exit kerfi (EES) á ytri landamærum Schengen-svæðisins, en það kemur í stað stimplunar í vegabréf.

Kerfið mun sjálfvirkt skrá inn- og útferðir ferðamanna sem ekki eru ríkisborgarar Schengen-ríkja, svokallaðra þriðju ríkis borgara, þegar þeir koma inn á svæðið í skammtímadvöl.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum á innleiðing kerfisins ekki að hafa áhrif á komur og brottfarir handhafa íslenskra vegabréfa.

Í ferlinu verða meðal annars teknar lífkennaupplýsingar, þ.e. andlitsmynd og fingraför, og þær skráðar rafrænt í kerfið í stað stimplunar.

Lögreglan bendir á að ferðatími þriðju ríkis borgara geti lengst lítillega við komu og brottför á meðan starfsmenn venjast nýjum og breyttum verkferlum.

„Við biðjum um þolinmæði og skilning og minnum á að þessi breyting er liður í því að styrkja öryggi og gera landamæraeftirlit skilvirkara til framtíðar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025