Vedran Medenjak er nýr þjálfari hjá Keflavík
Vedran Medenjak er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík. Vedran er UEFA-Pro þjálfari frá Króatíu. Eftir farsælan feril í Króatíu sem yfirmaður knattspyrnuakademíu Slaven Belupo, aðalþjálfari Koprivnica og héraðsþjálfari hjá knattspyrnusambandinu, flutti hann til Íslands og hóf að þjálfa yngri flokka hjá Val áður en hann tók við 2. flokki Keflavíkur árið 2023.
Á tveimur árum hefur hann lyft liðinu úr C-deild í A-deild og samhliða því þróað leikmenn sem nú eru að banka á dyrnar hjá meistaraflokki.