SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Keflvíkingar með sigur í fyrsta leiknum í Bónusdeild karla
Vel var mætt í íþróttahús Keflavíkur í kvöld.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 2. október 2025 kl. 21:25

Keflvíkingar með sigur í fyrsta leiknum í Bónusdeild karla

Bónusdeild karla hófst í kvöld og var eitt Suðurnesjalið að keppa, Keflvíkingar tóku á móti ÍR en á morgun mætast Grindavík og Njarðvík í Grindavík. Keflavík vann ÍR með níu stigum, 92-83 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46-41.

Hilmar Pétursson var stigahæstur Keflvíkinga með 28 stig og nýi leikmaðurinn, Darryl Latrell Morsell var með 24 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

Flottur sigur Keflvíkinga sem mæta með nýjar áherslur eins og Daníel Guðni Guðmundsson, nýr þjálfari liðsins, sagði frá í viðtali í Víkurfréttum

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025