SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Sigur hjá Grindavík en tap hjá Keflavík
Sara Rún í leik gegn Njarðvík á síðasta tímabili en þarna gætir hún Emilie Hesseldal sem var frábær í sigri Grindavíkur.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 2. október 2025 kl. 09:57

Sigur hjá Grindavík en tap hjá Keflavík

Fyrsta umferðin í Bónusdeild kvenna kláraðist í gærkvöldi og voru tvö Suðurnesjaliðanna að etja kappi en hlutskiptin voru ólík, Grindavík vann en Keflavík tapaði.
Hamar/Þór Þ - Grindavík 74-89

Abby Beeman var sínum gömlu liðsfélögum erfiður ljár í þúfu, hún skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar, sem skilaði henni 30 í framlag. Turnarnir í teignum, Emilie Hesseldal og Ísabella Ósk Sigurðardóttir rifu 26 fráköst samtals (Emilie 15 og Ísabella 11) og nýr leikmaður, Ellen Nystrom, skilaði flottri tölfræði og lék Grindavík til að mynda best á meðan hennar naut við inni á vellinum (+27). Nýjasti leikmaðurinn sem Víkurfréttir sögðu frá í gær, Farhiya Abdi, kemur til landsins í dag.

Flottur Grindavíkursigur og þær líklegar til afreka í vetur.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Keflavík - Valur 79-88

Keflvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara fyrir leikinn og því voru engir útlendingar í hópnum en þær keflvísku voru ekki langt frá því að innbyrða sigurinn. Sara Rún Hinriksdóttir var frábær, skoraði 37 stig og skilaði 40 framlagspunktum en hún mátti ekki við margnum. Anna Lára Vignisdóttir setti 20 stig en enginn annar leikmaður komst yfir hinn heilaga tíu stiga múr.

Stuðningsfólk Keflavíkur örvæntir væntanlega ekki, allir vita vægi erlendra leikmanna í körfuboltanum og ef Hörður og þjálfarateymið hitta á réttu blönduna, eru Keflavíkurkonur líklega til afreka í vetur.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025