Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Fyrrum WNBA leikmaður til Grindavíkur
Miðvikudagur 1. október 2025 kl. 10:52

Fyrrum WNBA leikmaður til Grindavíkur

Grindvíkingar ætla sér greinilega stóra hluti í körfunni í vetur en í gær var tilkynnt um komu fyrrum WNBA leikmanns til liðsins. Farhiya Abdi er 33 ára framherji frá Svíþjóð og er tæpir 190 cm á hæð.

Farhiya var valin í nýliðavali WNBA 20212 af Los Angeles Sparks og spilaði þrjú tímabil í deildinni. Síðan hefur hún spilað í Evrópu og m.a. í Euroleague en hún kemur til Grindavíkur frá Frakklandi.

Abdi er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem leikið hefur á efsta stigi bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og mun án vafa koma sterk inn í hóp Grindvíkinga, sem vænta mikils af leikmanninum. 
Grindavík leikur sinn fyrsta leik í kvöld á útivelli á móti Hamar/Þór Þ en Farhiya kemur ekki til landsins fyrr en á morgun og verður því ekki í búningi í kvöld.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025