RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Ragnar Örn Bragason í Grindavík
Þriðjudagur 30. september 2025 kl. 16:08

Ragnar Örn Bragason í Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við reynsluboltann Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu í vetur.

Ragnar er uppalinn í Breiðholtinu en hefur lengst af leikið með Þór Þorlákshöfn þar sem hann lyfti Íslandsmeistaratitlinum 2021.
Ragnar, sem er þrítugur að aldri, er hokinn af reynslu í íslenska körfuboltanum. Hávaxinn framherji sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum og færir Grindvíkingum marga þætti sem mun án vafa nýtast liðinu vel í vetur, eins og segir á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar UMFG.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025