SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

ÍRB í 2. sæti í bikarkeppni SSÍ
Mánudagur 29. september 2025 kl. 15:47

ÍRB í 2. sæti í bikarkeppni SSÍ

Bikarkeppni SSÍ fór fram í Ásvallalaug laugardaginn 27. september og markaði upphaf nýs sundtímabils. Mótið var haldið með nýju sniði - einn dagur, tvöföld stig í boðsundum og engin stig fyrir ógildingar. Sundfólkið frá ÍRB stóð sig vel og hafnaði í 2. sæti á eftir SH.
SH hóf mótið með sigri í fyrstu boðsundsgreinni og hélt dampi allan daginn. Guðmundur Leo (ÍRB) stal þó sviðsljósinu í baksundinu með sigri í öllum þremur greinum, á meðan Ylfa Lind (Reykjavík) tryggði sér sigur í öllum baksundsgreinum kvenna. Eva Margrét (ÍRB) var einnig sterk í fjórsundinu og vann bæði 200m og 400m.
Lokaniðurstaðan:
1. deild: SH 629 stig – ÍRB 447 – Reykjavík 336 – Breiðablik 203.
2. deild: ÍA með 360 stig.
SH eru því bikarmeistarar 2025 í 1. deild - og ÍA fagnar sigri í 2. deild!
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025