Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 29. september 2025 kl. 09:57
Njarðvíkurkonur meistarar meistaranna
Stjarnan meistari meistaranna karlamegin eftir sigur á Val
Njarðvíkurkonur unnu fyrsta titil tímabilsins í körfuknattleik en í gærkvöldi var leikið um tignina „Meistari meistaranna.“ Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs mætast í þessum leik sem markar upphaf keppnistímabilsins en Bónusdeildirnar fara af stað í vikunni. Njarðvík sem varð bikarmeistari, vann Íslandsmeistara Hauka, 83-86. Hjá körlunum unnu Íslandsmeistarar Stjörnunnar Val, 90-89.
Tölfræði í leik Njarðvíkur og Hauka:
Haukar-Njarðvík 83-86 (24-28, 23-14, 18-27, 18-17)
Haukar: Amandine Justine Toi 35, Krystal-Jade Freeman 17/10 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 11/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 4, Rósa Björk Pétursdóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0.
Njarðvík: Brittany Dinkins 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 18/5 fráköst, Paulina Hersler 15/10 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 12/13 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Rafnsdóttir 10/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 5/4 fráköst, Kristín Björk Guðjónsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 2, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 1, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Helga Jara Bjarnadóttir 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson, Sófus Máni Bender
Áhorfendur: 254