Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Gunnar Heiðar ekki áfram með Njarðvík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 29. september 2025 kl. 09:45

Gunnar Heiðar ekki áfram með Njarðvík

Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun ekki halda áfram með þjálfun Lengjudeildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu og er um sameiginlegs ákvörðun að ræða.  
„Gunnar Heiðar tók við Njarðvíkurliðinu um mitt tímabil 2023. Með góðum endaspretti náði liðið að halda sæti sínu í Lengjudeildinni og gerðu Gunnar og Njarðvík með sér tveggja ára áframhaldandi samning. Árið 2024 jafnaði liðið besta árangur Njarðvíkur í Lengjudeild sem var þá 6. sæti.
Sett voru skýr markmið að bæta besta árangur félagsins sem tókst þar sem liðið endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar, og fór í umspilið þar sem við því miður lutum í lægra haldi gegn Keflavík.
Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Gunnari innilega fyrir gott og árangursríkt samstarf síðastliðin 2 og hálft ár,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025