Hjóla- og göngustígur við Vogastapa í undirbúningi
Samþykkt hefur verið að fela umhverfis- og skipulagssviði Sveitarfélagsins Voga að ræða við HS-veitur, Reykjanesbæ og landeigendur með það fyrir augum að leggja hjóla- og göngustíg við Vogastapa.
Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram frumkostnaðaráætlanir fyrir tvær mögulegar leiðir, annars vegar utan Keflavíkurvegar og hins vegar meðfram vegi við hitaveitulögn. Skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sátu fundinn undir dagskrárliðnum.
Bæjarráð staðfesti jafnframt afgreiðslu skipulagsnefndar um að vinna málið áfram í samstarfi við ofangreinda aðila.