HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Húsfyllir á málþingi til heiðurs Ingibjörgu Sigurðardóttur í Sandgerði
Laugardagur 27. september 2025 kl. 06:20

Húsfyllir á málþingi til heiðurs Ingibjörgu Sigurðardóttur í Sandgerði

Samkomuhúsið í Sandgerði fylltist af áhugasömum gestum á sunnudaginn þegar haldið var málþing til heiðurs Ingibjörgu Sigurðardóttur, rithöfundi. Fjölbreytt dagskrá var í boði og ríkti hátíðleg stemning þar sem minning, verk og áhrif Ingibjargar voru í öndvegi. Ingibjörg hefði orðið 100 ára í sumar en hún lést árið 2009.

Aðstandendur málþingsins sögðu viðtökurnar bera vott um mikla virðingu og þakklæti fyrir verk Ingibjargar Sigurðardóttur, sem hefur markað spor í menningarsögu Suðurnesja og íslenskrar bókmenntasögu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðukona safna í Suðurnesjabæ, setti málþingið og fagnaði þeirri góðu mætingu sem sýndi skýrt að verk Ingibjargar eiga enn sterkan hljómgrunn meðal Suðurnesjamanna.

Vilborg Rós Eckard, bókmenntafræðingur, fjallaði um rithöfundarferil Ingibjargar og mikilvægi bókmennta hennar. Þá flutti Bylgja Baldursdóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, formannavísur sem vöktu athygli og hlýju meðal viðstaddra.

Sérstakt áhersluatriði var frumflutningur tveggja laga sem samin voru við ljóð Ingibjargar. Söngkonan Sigurbjörg Hjálmarsdóttir samdi lögin og flutti þau á tónleikunum, með píanóundirleik Hauks Arnórssonar.

Leikfélag Keflavíkur tók þátt með leiklestri úr bókum Ingibjargar og Katrín Pétursdóttir flutti valin ljóð eftir höfundinn. Á sama tíma var opnuð sýning á 30 bókarkápum bóka Ingibjargar sem vakti mikla athygli gesta.

Í kaffihléi bauð Kvenfélagið Gefn upp á kaffi og kökur, þar sem ágóðinn rennur til góðra málefna.

Málþingið var skipulagt af Bókasafni Suðurnesjabæjar og naut styrks frá Menningarsjóði Suðurnesjabæjar og Storytel á Íslandi. Rithöfundahornið, tileinkað Ingibjörgu, er jafnframt hluti af sýningunni Hugur, heimili og handverk á Byggðasafninu á Garðskaga, sem er opin daglega til 30. september.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025