Skyggnir fær styrk til líkamsræktar og sunds
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Skyggni vegna líkamsræktar og sunds. Styrkurinn nemur 192.970 krónum og felst í niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í árskorti.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þar sem lögð var fram beiðni frá Björgunarsveitinni ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu. Eðvarð Atli Bjarnason vék af fundi við umfjöllun málsins.
Samþykkt var að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu að útbúa tilfærsluviðauka vegna málsins, auk þess sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að útbúa viðauka við samning sveitarfélagsins við Björgunarsveitina Skyggni.