Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Heilsuvika í Suðurnesjabæ í lok mánaðar
Fimmtudagur 25. september 2025 kl. 06:05

Heilsuvika í Suðurnesjabæ í lok mánaðar

Dagana 29. september til 5. október verður haldin Heilsuvika í Suðurnesjabæ. Markmiðið með verkefninu er að hlúa að verndandi heilsufarsþáttum með þátttöku bæjarbúa og draga úr áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni.

Stefnt er að því að dagskráin verði fjölbreytt og höfði til sem flestra. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í vikunni, meðal annars með því að bjóða upp á heilsutengda viðburði, þjónustu eða vörur. Stofnanir Suðurnesjabæjar taka þátt í verkefninu og vonast er til að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög sjái hag sinn í þátttöku.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025