HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

Krummi krúnkaði hjá Ragnari bjargvætti
Hér er Ragnar að sleppa krumma eftir sólarhringsdvöl og gott atlæti hjá honum. Raggi gerði tilraun til að sleppa krumma sem flaug af stað en kom stuttu síðar og bað bjargvætt sinn um meiri aðstoð.
Fimmtudagur 25. september 2025 kl. 06:00

Krummi krúnkaði hjá Ragnari bjargvætti

Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir fær margvísleg verkefni inn á borð til sín. Hann bjargaði krumma sem tilkynnt var um í vandræðum á Hafnargötunni í Keflavík á sunnudag.

Krumminn var eitthvað lítill í sér og gat ekki flogið. Raggi er vanur að fást við hin ýmsu dýr og fangaði því krumma og flutti hann í búri í aðstöðu sem hann er með í Reykjanesbæ. Þar fékk fuglinn vatn að drekka og var fóðraður á innmat eins og nýrum og ferskri lifur úr nýslátruðu.

Eftir sólarhring í umsjón Ragga hafði krummi náð góðum styrk og því var látið á það reyna hvort hann væri ekki til í að taka flugið. Það gerði sá svarti og flaug á brott. Hann fór þó ekki langt því stuttu seinna var krummi mættur aftur og bankaði uppá hjá Ragnari, því þar hafði hann fengið góðan matarbita og vonaðist eftir því að fá meira.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Raggi tók aftur á móti krumma semvar greinilega ekki alveg orðinn góður, alla vega var hann svangur.  Nú voru góð ráð dýr en Raggi hafði samband við sitt fólk hjá Húsdýragarðinum sem bað hann um að gefa fuglinum lýsi og koma svo með hann. Krummi var fluttur í borg óttans en nú er hann að jafna sig í Húsdýragarðinum eftir veislu hjá Ragnari.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025