HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Brann til kaldra kola Ásbrú
Myndirnar eru af Facebook síðu BS.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 24. september 2025 kl. 13:55

Brann til kaldra kola Ásbrú

Verkstæði við Kliftröð á Ásbrú brann til kaldra kola í gærmorun. Tilkynning um eld barst Brunavörnum Suðurnesja um klukkan hálfsjö og var mikil reykur og eldur upp úr þakinu þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Í tilkynningu frá Brunavörnum segir að fyrstu upplýsingar bentu til þess að þrír einstaklingar byggju í húsinu og var því lögð áhersla á að komast inn. Fljótlega kom þó í ljós að húsið var mannlaust.

Inni var mikill eldsmatur og reyndist erfitt að komast að eldinum. Fenginn var krani frá Bílaflutningum Kristjáns til að rjúfa þakið og auðvelda aðgang að brunanum. Þakplötum var ekið af vettvangi til að tryggja að þær fuku ekki inn á alþjóðaflugvöllinn. Alls tóku 13 starfsmenn BS þátt í aðgerðum sem stóðu fram til kl. 13:00. Húsnæðið er gjörónýtt.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25