SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Mannvirkjasjóðsnefnd NATÓ heimsótti Ísland
Hópurinn heimsótti brúna milli heimsálfa á Reykjanesi. Mynd/LHG/Guðmann Rúnar Lúðvíksson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 23. september 2025 kl. 06:11

Mannvirkjasjóðsnefnd NATÓ heimsótti Ísland

Mannvirkjasjóðsnefnd Atlantshafsbandalagsins heimsótti Ísland á dögunum og fékk kynningu á varnarmannvirkjum og innviðum, og framlagi Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins. Skoðaði nefndin sig m.a. um á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og heimsótti Grindavík og ratsjár- og fjarskiptastöð Atlantshafsbandalagsins á Bolafjalli.

„Það var kærkomið að fá tækifæri til að taka á móti nefndinni og sýna fram á þýðingarmikið framlag Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins. Á Íslandi eru aðstæður sérstakar og oft erfiðar, m.a. af náttúrunnar hendi, og mikilvægt að okkar bandalagsríki þekki hér til,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. „Framlag Íslands til varnarmála og Atlantshafsbandalagsins fer vaxandi og skiptir verulegu máli og það kom skýrt fram í þessari heimsókn.“

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eiga sæti í mannvirkjasjóðsnefndinni, sem m.a. ákvarðar um sameiginlega fjármögnun varnarmannvirkja og verkefna.