SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram - styttist í næsta gos
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 23. september 2025 kl. 15:39

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram - styttist í næsta gos

Um 10 milljónir rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi. Magnið sem hljóp úr Svartsengi í síðasta eldgosi var áætlað um 11-13 milljónir rúmmetra. Neðri mörkum þessa rúmmáls náð eftir nokkra daga. Hættumat óbreytt en verður endurmetið á fimmtudag að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um 10 milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi.  

Út frá fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkurnar á nýju kvikuhlaupi og eldgosi þegar jafn mikið af kviku hefur safnast fyrir undir Svartsengi og hljóp út í síðasta atburði. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi er áætlað um 11-13 milljónir rúmmetra.  Ef söfnunarhraðinn helst óbreyttur, verður neðri mörkum þess rúmmáls náð um helgina. 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Vegna þess, verður hættumat óbreytt þar til þessum neðri mörkum verður náð og verður það næst uppfært á fimmtudaginn 25. september.  

Reynslan sýnir þó að mörkin á því hvenær atburður hefst eru breytileg á milli gosa. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er því töluverð og núverandi kvikusöfnunartímabil getur dregist á langinn.