Opus Futura
Opus Futura

Mannlíf

Bæjarstjórinn sem drekkur ekki kaffi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 15. september 2025 kl. 10:52

Bæjarstjórinn sem drekkur ekki kaffi

„Svefninn varð miklu betri eftir að ég hætti að drekka kaffi, ég hef ekki saknað kaffidrykkju þessi 30 ár sem liðin eru síðan ég fékk mér síðast kaffisopa,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson en hann kemur víða við í áhugaverðu viðtali við Víkurfréttir.

Þar segir hann frá því að hann muni stíga upp úr stól bæjarstjóra Grindavíkur að loknu þessu kjörtímabili þegar kosið verður næsta vor.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Í viðtalinu fór Fannar yfir lífshlaup sitt og kennir þar ýmissa grasa, hestamennska í miðbæ Reykjavíkur þegar hann gekk í Verzló, störf í banka sitt hvoru megin við fjármálahrunið og hvernig það kom til að hann sótti um stöðu bæjarstjóra Grindavíkur í árslok 2016.

Í byrjun viðtalsins bauð Fannar upp á kaffi en fékk sér sjálfur vatn.

„Ég hætti að drekka kaffi fyrir um 30 árum, ég ákvað að prófa það því ég átti oft erfitt með að sofna á kvöldin en samt alltaf vaknaður fyrir allar aldir. Svefninn er manni svo mikilvægur svo ég ákvað að gefa þessu kaffibindindi séns og var eins og við manninn mælt, ég fór strax að sofa betur og eftir mánuð var þetta bara nákvæmlega ekkert mál. Auðvitað er þetta bara vani og það er hægt að venja sig af kaffidrykkju eins og öðru. Ég veit að margir líta fyrsta kaffisopann hýrum augum á morgnana en fyrir mig var ekkert mál að skipta kaffi út og drekka vatn í staðinn,“ segir Fannar.