SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Góður gangur í Sandgerðishöfn og tekjur hærri
Föstudagur 26. september 2025 kl. 06:00

Góður gangur í Sandgerðishöfn og tekjur hærri

Framkvæmdir í Suðurgarði á næsta leiti

Rekstur Sandgerðishafnar gengur vel á þessu ári og hafa tekjur verið umtalsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi hafnaráðs Suðurnesjabæjar þar sem farið var yfir rekstur og starfsemi hafnarinnar fyrstu sjö mánuði ársins. Þrátt fyrir góða afkomu hefur viðhaldskostnaður farið fram úr áætlun, einkum vegna tjóns sem hlaust af óveðri í mars. Óvissa ríkir enn um hvort og að hvaða marki Náttúruhamfaratrygging Íslands muni bæta þau tjón.

Á fundinum var fjallað um ýmis verkefni sem unnið er að, þar á meðal viðhald og yfirferð á innsiglingarbúnaði hafnarinnar. Þá voru ræddar hugmyndir um að færa olíutanka olíufélaganna af Suðurgarði.

Minnispunktar yfirhafnarvarðar um öryggis- og vitamál voru teknir til umfjöllunar. Liggi fyrir að endurnýja þarf vitabúnað í Sandgerðisvita og verður verkefnið unnið í samstarfi við Hafnabótasjóð sem sótt verður til um styrk.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Rætt var um framtíðarmönnun hafnarinnar og skipulag starfseminnar. Unnið er að mótun nýs starfaskipulags til að styrkja rekstur og þjónustu hafnarinnar.

Hafnaráð fékk jafnframt upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir í Suðurgarði. Samkvæmt Vegagerðinni er gert ráð fyrir að útboð vegna endurbóta verði auglýst á allra næstu vikum.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025