Vinna áfram með samfélagsmiðju og blandaða byggð
Framtíðarsýn lögð fram fyrir Akademíureitinn við Sunnubraut
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur tekið fyrir kynningu frá Alta ráðgjöf um framtíðarsýn Akademíureitsins við Sunnubraut 35. Kynningin felur í sér forsögn að skipulagi nýrrar samfélagsmiðju þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með miðbæjartengdri starfsemi.
Á fundinn mættu Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, og Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi, til að fara yfir tillögurnar. Í kynningunni kom fram að uppbygging á reitnum geti skapað einstakt tækifæri til að efla bæjarmyndina, bæta þjónustu og styrkja miðbæ Reykjanesbæjar til framtíðar.
Bæjarráð samþykkti að fela Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formanni ráðsins, að vinna áfram að málinu í samráði við fagfólk og hagsmunaaðila.