Lengri opnunartími í sundlaug og íþróttahúsi Vogum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða breytingar á opnunartíma sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sem taka gildi þriðjudaginn 23. september.
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs verður íþróttamiðstöðin opin frá klukkan 06:00 á virkum dögum og sundlaugin frá klukkan 06:15. Þá verður opnunartími íþróttamiðstöðvar framlengdur til 21:30 en sundlaugin loki klukkan 21:00 á virkum dögum.
Tillagan byggir á uppfærðu minnisblaði sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvar lögðu fram á fundi bæjarráðs.