HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Þakkað fyrir vel heppnaða Ljósanótt - Safnahelgi framundan
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 1. október 2025 kl. 06:39

Þakkað fyrir vel heppnaða Ljósanótt - Safnahelgi framundan

Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar vill að lokinni vel heppnaðri Ljósanótt færa þakkir öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar; ekki síst starfsfólki Reykjanesbæjar, viðbragðsaðilum, listafólki, félagasamtökum og fyrirtækjum. Þetta kemur fram í nýjstu fundargerð Menningarráðs.

Ráðið þakkar einnig íbúum og gestum sem nutu hátíðarinnar og tóku þátt í dagskrá hennar. Loks færir ráðið sérstakar þakkir öllum þeim styrktaraðilum sem lögðu sitt af mörkum til að hátíðin gæti orðið jafn glæsileg og raun bar vitni. Sá stuðningur er til vitnis um þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækin sýna í verki með það að markmiði að styðja við samfélagið þar sem starfsfólk þeirra býr og starfar.

Menningar- og þjónusturáð vekur athygli á að Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram dagana 11.-12. október og hvetur íbúa til að njóta dagskrár helgarinnar sem er öllum að kostnaðarlausu. Safnahelgi er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Upplýsingar er að finna á safnahelgi.is.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025