Heilsuvika í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ
Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ hófst í byrjun vikunnar og stendur til 5. október. Þá er heilsuvika Suðurnesjabæjar á sama tíma. Markmið heilsuvikunnar á báðum stöðum er að hvetja íbúa til að efla eigin heilsu, líðan og vellíðan með fjölbreyttum viðburðum og uppákomum.
Fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í báðum sveitarfélögum. Hægt er að sjá hvað er í boði í Reykjanesbæ hér og í Suðurnesjabæ hér.