Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Reykjanesbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Fimmtudagur 16. október 2025 kl. 09:54

Reykjanesbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Reykjanesbær hlaut á dögunum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu, fyrir árangur í jafnréttismálum.

Viðurkenningarhátíðin fór fram í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Jafnrétti er ákvörðun“. Þar voru fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög heiðruð fyrir að hafa náð markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn eða efsta lagi stjórnunar.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Alls hlutu 128 þátttakendur viðurkenningu að þessu sinni, þar af 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög. Reykjanesbær var þar á meðal og er það viðurkenning á markvissu starfi bæjarins að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika í stjórnunarhlutverkum.

Markmið Jafnvægisvogarinnar er að tryggja 40/60 kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum. Viðurkenningin endurspeglar árangur Reykjanesbæjar í þeim efnum og þá stefnu sem bæjarfélagið hefur markað í jafnréttismálum á undanförnum árum.