Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Uppbygging við Stóru-Vogaskóla sett í starfshóp
Fimmtudagur 16. október 2025 kl. 10:17

Uppbygging við Stóru-Vogaskóla sett í starfshóp

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að stofna starfshóp sem fjalla mun um mögulega uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla. Markmið hópsins er að meta með hvaða hætti sé skynsamlegast að byggja við skólann og leggja fram tillögur að valkostum við hönnun og framtíðarskipulag.

Tillögur starfshópsins skulu taka mið af þróun nemendafjölda, fjölbreyttum starfsháttum og viðurkenndum viðmiðum um vinnurými fyrir bæði starfsfólk og nemendur.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Bæjarráð samþykkti jafnframt skipan hópsins. Fyrir hönd meirihluta taka sæti Andri Rúnar Sigurðsson og Ingþór Guðmundsson, en fyrir hönd minnihluta situr Eðvarð Atli Bjarnason.

Starfshópurinn mun hefja störf á næstunni og leggja fram tillögur til bæjarráðs þegar vinna hans er komin á næsta stig.