Krónan
Krónan

Íþróttir

Ray Anthony Jónsson ráðinn þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 16. október 2025 kl. 15:34

Ray Anthony Jónsson ráðinn þjálfari Grindavíkur

Markó Stefánsson aðstoðarþjálfari og faðir hans, Milan Jankovic með afreksstarf og kemur að þjálfun 2. flokks

Knattspyrnudeild UMFG hefur ráðið Grindvíkinginn Ray Anthony Jónsson sem þjálfara meistaraflokks karla. Ray sem lék lengi með Grindavík, hóf þjálfaraferil sinn með meistaraflokk kvenna hjá Grindavík en hefur undanfarin þrjú ár verið þjálfari meistaraflokks karla hjá Reyni í Sandgerði. Hann fór með Reyni upp úr 3. deild á fyrsta tímabilinu en liðið féll strax aftur og sigldi svo lygnan sjó í sumar og endaði í 5. sæti þriðju deildar, tíu stigum á eftir liðinu sem lenti í 2. sæti.

„Við erum mjög ánægðir með að ráða Ray sem er borinn og barnfæddur Grindvíkingur og mikill UMFG-maður. Ray fær það hlutverk að hlúa að og styðja við bakið á okkar fjölmörgu efnilegu knattspyrnumönnum sem eru að koma upp en tæplega tíu leikmenn gengu upp úr 2. flokknum í sumar. Sumir þeirra hafa verið viðloðandi yngri landsliðin okkar og við viljum gefa þessum ungu strákum tækifæri.

Markó stóð sig mjög vel sem aðstoðarþjálfari og frábært að hann haldi áfram og öll vitum við um gæði Milan Stefáns Jankovic, ég efast um að hægt sé að finna betri þjálfara á grasinu og er ég viss um að ungir og efnilegir leikmenn í Grindavík hugsi sér gott til glóðarinnar. Janko mun að sjálfsögðu líka koma að afreksþjálfun efnilegra grindvískra stúlkna en meistaraflokkurinn okkar verður áfram með Njarðvík en þær unnu sér sælla minninga, sæti í Bestu deildinni að ári. Annar flokkur kvenna verður líklega áfram sameinaður ÍBV og geri ég ráð fyrir að 2. flokkur karla muni sameinast Njarðvík, við misstum það marga upp úr 2. flokknum í sumar og frábært tækifæri að geta sameinast Njarðvíkingum í 2. flokki. Það er bjart framundan í grindvískri knattspyrnu, segir formaður knattspyrnudeildar UMFG, Sigurður Óli Þórleifsson.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25