Vetrarfrí í Reykjanesbæ
Vetrarfrí leik- og grunnskólanna er núna um helgina og nóg í boði fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ sem vilja nýta dagana til samveru, útivistar og afþreyingar. Hér fyrir neðan getið þið séð opnunartíma og viðburði sem eru á dagskrá á bókasöfnum, söfnum og sundlaugum bæjarins yfir fríið en einnig er til dæmis tilvalið að ganga meðfram strandlengjunni, njóta haustsins og kíkja á Skessuna í hellinum. Eftirfarandi er samantekt sem Reykjanesbær hefur gert og birt á vef sínum.
Sundlaugar Reykjanesbæjar
Vatnaveröld
-
Virkir dagar: 06:30–21:30
-
Helgar: 09:00–18:00
Stapalaug
-
Virkir dagar: 15:00–21:30
-
Helgar: 09:00–18:30
Bókasöfn Reykjanesbæjar
Á bókasöfnunum verður líf og fjör í vetrarfríinu með fjölskylduvænum viðburðum.
Aðalsafn
-
Virkir dagar: 09:00–18:00
-
Helgar: 10:00–17:00
Stapasafn
-
Virkir dagar: 08:00–18:00
-
Laugardagur: 10:00–14:00
Viðburðir
-
Memmm – föstudaginn 17. október kl. 10:00–12:00 og mánudaginn 20. október kl. 13:00–15:00 í Aðalsafni
Opinn viðburður fyrir fjölskyldur með ung börn. Þar gefst tækifæri til að hitta aðra foreldra, syngja, leika og njóta samveru í rólegu umhverfi. -
Haustföndur – sunnudaginn 19. október kl. 13:00–15:00 í Aðalsafni
Fjölskyldum er boðið í föndurstund á Aðalsafni þar sem búnir eru til fallegir haustkransar úr fjölbreyttum efnivið. Öll velkomin og aðgangur ókeypis. - Notaleg samverustund – mánudaginn 20. október kl. 10:30–11:30 í Stapasafni
Foreldramorgnar í Stapasafni bjóða upp á notalega stund þar sem foreldrar og ungbörn geta notið samveru í þægilegu umhverfi.
DUUS safnahús
Duus Safnahús, þar sem meðal annars eru Listasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar, verða opin alla helgina.
Þar geta gestir skoðað fjölbreyttar sýningar og tekið þátt í skapandi listsmiðjum fyrir alla aldurshópa.
Opnunartímar:
-
Þriðjudagur–sunnudagur: 12:00–17:00
-
Mánudagur: lokað
Viðburðir:
- Eldfjallagarður/Eldfjallasmiðja í Gryfjunni - föstudaginn 17. október kl. 12:00–17:00 og sunnudaginn 20. október kl. 12:00–15:00
Sýning Reykjanes Geopark í Gryfjunni í Duus safnahúsum leiðir gesti í gegnum jarðsögu Reykjanesskaga með áherslu á eldgos, jarðhita og önnur sérkenni svæðisins.
Gestir eru hvattir til að taka innblástur úr sýningunni og búa saman til eldfjallagarð – föndra eða teikna eldfjall eða annað sem tengist náttúru og jarðfræði svæðisins. Allt efni verður á staðnum. - Ratleikir í Byggðasafni Reykjanesbæjar - föstudaginn 17. október kl. 12:00–17:00 og sunnudaginn 20. október kl. 12:00–15:00
Á sýningum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum eru ratleikir í boði fyrir alla aldurshópa. -
Haustlauf / Autumn Leaves – laugardagur 18. október kl. 13:00-14:00
Opin listsmiðja fyrir börn á öllum aldri þar sem lauf eru teiknuð eða unnin með frottage-aðferð. Freyja Eilíf leiðir smiðjuna og efniviður er á staðnum.
Við hvetjum íbúa til að nýta vetrarfríið til að njóta þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða, hvort sem það er í sundi, á safni eða úti í náttúrunni.