Keflavík vann Hauka og er í 2-5. sæti Bónusdeildar kvenna
Keflavík tók á móti Íslandsmeisturum Hauka í Bónusdeild kvenna í kvöld og hafði sigur, 94-84, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 43-33. Það var frábær fyrsti leikhluti sem skóp sigurinn, Keflavík vann opnunina 29-11.
Keflavík skartaði nýjum útlenskum leikmanni, Kananum Keishana Washington og ef mið er tekið af tölfræði hennar átti hún góða frumraun, skoraði 26 stig og tók 7 fráköst. Það var hins vegar Sara Rún Hinriksdóttir sem var atkvæðamest, skoraði 28 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Eftir leikinn er Keflavík í 2-5. sæti Bónusdeildar kvenna með þrjá sigra og eitt tap en Grindavík trónir á toppnum með fullt hús stiga.
Keflavík-Haukar 94-84 (29-11, 14-22, 27-25, 24-26)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 28/6 fráköst/6 stoðsendingar, Keishana Washington 26/7 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 14/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 9/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Agnes María Svansdóttir 2/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Lísbet Lóa Sigfúsdóttir 0, Oddný Hulda Einarsdóttir 0.
Haukar: Tinna Guðrún Alexandersdóttir 32/6 fráköst, Krystal-Jade Freeman 16/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 11/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/5 stoðsendingar, Amandine Justine Toi 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frímannsson, Ingi Björn Jónsson
Áhorfendur: 158